Framtíð smáþjóðanna: Erindi á Íslandi og öðrum Norðurlöndum 1946–1948

Capa
Almenna bókafélagið, 4 de abr. de 2019 - 128 páginas
Arnulf Øverland var eitt dáðasta skáld Noregs fyrir stríð og eindreginn andstæðingur nasismans, enda sendi þýska hernámsliðið hann í Sachsenhausen-fangabúðirnar. Eftir stríð snerist hann af sömu mælsku og þrótti gegn kommúnismanum og nasismanum áður og mælti fyrir varnarsamstarfi vestrænna þjóða. Hann kom til Íslands í maí 1948 og hélt tvö áhrifamikil erindi, sem eru prentuð hér ásamt öðrum erindum hans á Norðurlöndum næstu tvö ár á undan. Hannes H. Gissurarson prófessor skrifar formála og skýringar.
 

Termos e frases comuns

Sobre o autor (2019)

Arnulf Øverland fæddist árið 1889 og varð snemma eitt kunnasta og dáðasta skáld Norðmanna. Hann orti hið áhrifamikla kvæði „Þú mátt ekki sofa“ gegn nasismanum 1936. Á hernámsárunum sat hann í Sachsenhausen-fangabúðunum. Eftir stríð mælti hann fyrir varnarsamstarfi vestrænna þjóða, ekki síst Norðurlandaþjóðanna, meðal annars í tveimur fyrirlestrum á Íslandi. Hann lést árið 1968 og skildi eftir sig konu og tvær dætur.

Informações bibliográficas